Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísak kvaddi Keflavík með marki og sigri
Ísak Óli í leik gegn Njarðvík fyrr í sumar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 24. ágúst 2019 kl. 10:18

Ísak kvaddi Keflavík með marki og sigri

Keflvíkingar sýndu flestar sínar bestu hliðar þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Þrótti, Reykjavík á útivelli í gær. Lokatölur urðu 1:3 fyrir bítlabæjarliðið.

Yfirburði Keflvíkinga voru miklir í fyrri hálfleik og þeir komust yfir á 5. mínútu með marki Þorra Mars Þórissonar, nýliða hjá Keflavík. Ísak Óli Ólafsson, sem var að leika sinn síðasta leik með Keflavík, ákvað að kveðja með marki en hann kom liðinu í 0:2 á 26. mínútu. Keflvíkingar voru ekki hættir því þeir bættu þriðja markinu við á 39. mínútu en þá skoraði Adolf Bitegeko.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar náðu að skora eitt mark í síðari hálfleik en lengra komust þeir ekki. Keflvíkingar eru í 5. sæti eftir þennan sigur með 28 stig og eru í ágætum málum en að ná 2. sæti gæti verið langsótt þegar 4 umferðir eru eftir.

Ísak Óli kveður nú Keflavík en er kominn með samning hjá SönderjyskE og segist vera gríðarlega spenntur fyrir dvöl sinni í Danmörku. 

„Það var virkilega gaman að skora. Gott að tengja tvo sigra saman, fara út og liðið í fínni stöðu," sagði Ísak við fotbolta.net eftir sigurinn. 

„Þetta er mjög flottur klúbbur og gott skref fyrir mig, skref uppávið. Ég er ekki nógu sáttur með hvernig sumarið er búið að fara, ég hefði viljað vera ofar en þetta er samt búið að vera fínt," sagði Ísak við fotbolta.net.