Ísak hættur hjá Njarðvík
Ísak Tómasson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkinga, er hættur störfum. Hann sagði starfi sínu lausu í kjölfar lélegs gengis liðsins í vetur, en Njarðvík hefur aðeins unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum á þessu keppnistímabili. Formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sagði fyrir helgi að ekki væri enn frágengið hver tæki við liðinu. Þetta kemur fram á vef Njarðvíkur, umfn.is þann 19. þessa mánaðar.