Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ísak á skotskónum gegn Stjörnunni
Sunnudagur 13. apríl 2008 kl. 14:37

Ísak á skotskónum gegn Stjörnunni

Þrjú Suðurnesjalið léku í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gær. Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Garðabæ og lögðu Stjörnuna 3-1 með tveimur mörkum frá Ísaki Erni Þórðarsyni. Sigurður Karlsson kom Njarðvík í 1-0 en heimamenn jöfnuðu metin 1-1 á 34. mínútu.

 
Í síðari hálfleik kom Ísak Örn inn á sem varamaður í lið Njarðvíkur og skoraði tvívegis. Fyrst á 73. mínútu og svo aftur á 82. mínútu og innsiglaði þar með góðan útisigur Njarðvíkinga.
 
Þá komu ÍR-ingar í heimsókn á Garðskagavöll og fóru heimamenn í Viði með 1-0 sigur af hólmi þar sem Haraldur Axel Einarsson gerði eina mark leiksins.
 
Þróttur Vogum mátti sætta sig við ósigur í Reykjaneshöllinni gegn Árborg 1-2 en mark Þróttar í leiknum gerði German Castillo Villalobos á 17. mínútu en næstu tvö mörk gerðu gestirnir úr Árborg.
 
VF-Mynd/ [email protected]Frá leik Njarðvíkinga og KA á síðustu leiktíð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024