Isabella frábær í sigri Njarðvíkinga
Isabella Ósk Sigurðardóttir fór mikinn í gær þegar Njarðvík tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Isabella var með nítján stig í leiknum, tók tólf fráköst, tvo stolna bolta og var með eitt varið skot. Njarðvíkurliðið lék á alls oddi og sýndi sínar bestu hliðar sem skilaði 84:68 sigri, þeim sjötta í röð hjá Íslandsmeisturunum sem virðast vera að komast í sitt besta form á hárréttum tíma.
Í viðtali við Karfan.is eftir leik sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að leikurinn hafi verið tilgangslaus fyrir deildarkeppnina en gríðarlega mikilvægur í undirbúningi fyrir nýtt mót sem hefst 3. apríl (viðtalið má sjá í spilara neðst á síðunni).
Nágrannaslagur var í Grindavík í gær þar sem Grindvíkingar tóku á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Hvorugt lið hafði að nokkru að keppa, Grindavík kemst ekki í úrslitakeppnina og Keflavík er þegar búið að vinna deildina, engu að síður voru það heimakonur sem reyndust sterkari í gær og uppskáru sex stiga sigur (63:57).
Njarðvík - Haukar 84:68
(18:17, 22:12, 23:13, 21:26)
Njarðvík: Isabella Ósk Sigurðardóttir 19/12 fráköst, Lavinia Joao Gomes Da Silva 18, Raquel De Lima Viegas Laneiro 17/10 stoðsendingar, Aliyah A'taeya Collier 17/10 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 1, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Dzana Crnac 0, Hulda María Agnarsdóttir 0.
Grindavík - Keflavík 63:57
(15:15, 15:9, 17:12, 16:21)
Grindavík: Elma Dautovic 13/13 fráköst, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 12/16 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 10, Danielle Victoria Rodriguez 8/8 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 6/4 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6, Elín Bjarnadóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 15/10 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 10/7 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 6, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Anna Ingunn Svansdóttir 5, Anna Lára Vignisdóttir 5/8 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 3/4 fráköst, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0.