Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. nóvember 2001 kl. 10:55

ÍS vann stórsigur á Grindavík

ÍS vann í gærkvöld stórsigur á Grindavík, 96-62, í toppuppgjörinu í 1. deild kvenna í körfuknattleik eftir að staðan hafði verið, 47-36, í hálfleik. Alda Leif Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir ÍS, skoraði 30 stig, tók 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og varði sex skot. Lovísa Guðmundsdóttir átti einnig skíndandi góðan leik, skoraði 24 stig og tók 13 fráköst. Cecile Larsson skoraði 12 stig og gaf 5 stoðsendingar og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 11 stig auk þess sem hún hélt hinni skæðu Jessicu Gaspar vel niðri. Jessica Gaspar var stigahæst hjá Grindavík með 19 stig og tók 12 fráköst, Sólveig Gunnarsdóttir skoraði 19 stig og tók 8 fráköst og Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði 16 stig. Þetta var fyrsta tap Grindavíkur en bæði lið hafa nú tapað einum leik.
visir.is greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024