Írsk sleggja boxar í Keflavík í kvöld
Hnefaleikafélag Reykjaness (HFR) stendur í kvöld, laugardagskvöld fyrir hnefaleikakeppni í aðstöðu sinni í gömlu sundhöllinni við Framnesveg í Keflavík. Þetta er síðasta mótið fyrir áramót og verða alls ellefu leikir um kvöldið. Í lokaviðureigninni tekst Daníel Þórðarson á við írsku sleggjuna Kieran Treacy frá Bracken BC í Balbriggan á Írlandi.
Aðgangseyrir er 1.000 kr eða 500 kr fyrir þá sem eru yngri en 12 ára og selt er inn við innganginn.
Viðureignirnar verða:
Sigurður Búi Rafnsson (HAK) vs Andri Már Elvarsson (HFR)
Birkir Ívar Dagnýarson (HAK) vs Ástþór Sindri Baldursson (HFR)
Hróbjartur T. Árnason (HAK) vs Elías Shamsudin (HFÆ)
Hjörvar Sigurðsson (HFÆ) vs Bjarni M. Sigurðsson (HAK)
Hinrik R. Helgason (HFÆ) vs Andri Már Elvarsson (HFR)
Arnór Már Grímsson (HAK) vs Pétur Ásgeirsson (HFR)
Gunnar A. Gunnlaugsson (HFH) vs Hafliði H. Hafliðason (HFÆ)
Matthías Arnarson (HFÆ) vs Gunnar Óli Guðjónsson (HR)
Gunnar Kolli Kristinsson (HFÆ) vs Vikar Karl Sigurjónsson (HFR)
Adam Freyr Daðason (HFH) vs Hafsteinn Smári Óskarsson (HFR)
Kieran Treacy (Bracken BC) vs Daníel Þórðarson (HFR)
Mynd: Vikar Karl Sigurjónsson setur upp hanskana í kvöld í hnefaleikahöllinni í Reykjanesbæ.