Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íris Ósk og Birta María  úr ÍRB á leið á Norðurlandamót Æskunnar
Birta María og Íris Ósk.
Föstudagur 6. júlí 2012 kl. 10:05

Íris Ósk og Birta María úr ÍRB á leið á Norðurlandamót Æskunnar

Íris Ósk og Birta María  úr ÍRB eru á leið á Norðurlandamót Æskunnar. Stelpurnar eru búnar að vera í æfingabúðum í Bath á Englandi síðustu 10 daga ásamt Kristni Þórarinssyni úr Fjölni en þau eru nú komin til Kaupmannahafnar þar sem þau taka þátt í Norðurlandamóti Æskunnar um helgina.  Stelpurnar sem taka þátt í mótinu eru 13-14 ára en strákarnir eru 15-16 ára.


Íris Ósk mun keppa í 50, 100 og 200 metra baksundi, Birta María mun keppa í 200,400 og 800 metra skriðsundi og Kristinn mun keppa í 50, 100 og 200 metra baksundi, 50 og 100 metra skriðsundi og 200 metra fjórsundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Virkilega gaman verður að fylgjast með þessum krökkum en þau eru með mjög góða tíma inná mótið í sínum bestu greinum.

Hemasíða mótsins.



Hægt er að fylgjast með úrslitum hér.