Íris Ósk Norðurlandameistari unglinga
Íris Ósk Hilmarsdóttir varð Norðurlandameistari unglinga í 200m baksundi í gærmorgun. Hún synti á tímanum 2:23,22 sem er hennar besti tími.
Birta María Falsdóttir synti líka í gærmorgun og náði sínum besta tíma í 400m skriðsundi og lenti í 5. sæti.
Síðasti dagurinn á norðurlandamóti æskunnar var í gær.