Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íris Ósk Norðurlandameistari í sundi
Mánudagur 9. desember 2013 kl. 12:21

Íris Ósk Norðurlandameistari í sundi

Íris Ósk Hilmarsdóttir úr ÍRB varð Norðurlandameistari unglinga í 200 metra baksundi á Norðurlandamóti unglinga í sundi sem lauk í Færeyjum í gærkvöldi. Íris sem er 15 ára gömul kom í mark á tímanum 2.14,55 mínútum. Íris vann einnig til gullverðlauna á sama móti í 200 metra baksundi í fyrra en þá á tímanum 2.14,18 mínútum.

Fleiri Suðurnesjamenn unnu til verðlauna á mótinu. Kristófer Sigurðsson vann silfur í 400m skriðsundi og Sunneva Dögg Friðriksdóttir brons í 800m skriðsundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024