Íris Íþróttamaður Þróttar 2006
Sundkonan Íris Ósk Hafsteinsdóttir var valinn Íþróttamaður Þróttar í Vogum árið 2006 á sameiginlegri uppskeruhátíð knattspyrnudeildar og sunddeildar Þróttar sem fram fór þann 11. febrúar síðastliðinn. Knattspyrnumaður Þróttar var Ásgeir Sigurjónsson.
Veitt voru verðlaun fyrir bestu ástundun, mestu framfarir og besta sundmann og knattspyrnumann deildanna. Íris Ósk er vel að titlinum komin enda var sundárið 2006 sérlega glæsilegt hjá henni.
Mynd 1: Ásgeri og Íris á uppskeruhátíðinni
Mynd 2: Íris í sundlauginni í Vogum