Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Íris Edda þjálfar sund hjá UMFÞ
Þriðjudagur 22. ágúst 2006 kl. 09:30

Íris Edda þjálfar sund hjá UMFÞ

Ungmennafélagið Þróttur í Vogum hefur gert samning við Írisi Eddu Heimisdóttur um að taka að sér sundþjálfun hjá félaginu. Íris Edda er 22 ára stúlka úr Keflavík, ættuð frá Sandgerði.


Íris Edda hefur æft sund í um 14 ár og er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari. Hún hefur keppt á fjölmörgum mótum fyrir Íslands hönd og unnið til verðlauna, meðal annars á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti.  Auk þess hefur hún farið á tvenna Ólympíuleika, í Sydney í Ástralíu árið 2000 og í Aþenu í Grikklandi árið 2004. Þá hefur hún verið kjörin íþróttamaður Keflavíkur og íþróttamaður Reykjanesbæjar.


Ungmennafélagið Þróttur segist stolt af að fá slíka afreksmanneskju til starfa fyrir félagið og væntir mikils af samstarfinu. 

 

www.vogar.is

 

Mynd / vf.is - Íris Edda býr sig undir að stinga sér til sunds.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024