Föstudagur 2. apríl 2004 kl. 16:43
Íris Edda setur persónulegt met
Íris Edda Heimisdóttir komst ekki á pall, en bætti sinn persónulega árangur í 50m bringusundi í úrslitasundinu á Amsterdam Cup í dag. Hún synti á 33,99 sek sem veit á gott fyrir morgundaginn þegar hún keppir í 100m bringusundi.