Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 25. mars 1999 kl. 21:38

ÍRIS EDDA ÍÞRÓTTAMAÐUR SANDGERÐIS

Íris Edda Heimisdóttir sundkona var kjörin íþróttamaður Sandgerðis 1998 þann 5. mars sl. við hátíðlega athögn í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Íris Edda, sem er fimmtán ára, vann 15 Íslandsmeistaratitla og setti 13 Íslandsmet á árinu. Sjö þessara titla voru í kvennaflokki 17 ára og eldri og þar setti hún 4 Íslandsmet. Þá náði hún 4. sæti í 200 m. bringusundi á Norðurlandamóti unglinga, verðlaunum á alþjóðlegu móti í Luxembourg og varð þrefaldur meistari á opna írska landsmótinu. Auk þessa er Íris Edda ein þriggja íslenskra sundmanna sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti unglinga í Moskvu í júlí nk. Aðrir íþróttamenn sem voru heiðraðir af Sandgerðisbæ fyrir árangur sinn á árinu 1998 voru Bjarni S. Sigurðsson frá Golfklúbbi Sandgerðis, Nensy Þorsteinsdóttir frá sunddeild Ksf. Reynis, Óli Garðar Axelsson frá körfuknattleiksdeild Ksf. Reynis og Smári Guðmundsson frá knattspyrnudeild Ksf. Reynis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024