ÍRIS EDDA ÍÞRÓTTAMAÐUR SANDGERÐIS
Íris Edda Heimisdóttir sundkona var kjörin íþróttamaður Sandgerðis 1998 þann 5. mars sl. við hátíðlega athögn í Samkomuhúsinu í Sandgerði. Íris Edda, sem er fimmtán ára, vann 15 Íslandsmeistaratitla og setti 13 Íslandsmet á árinu. Sjö þessara titla voru í kvennaflokki 17 ára og eldri og þar setti hún 4 Íslandsmet. Þá náði hún 4. sæti í 200 m. bringusundi á Norðurlandamóti unglinga, verðlaunum á alþjóðlegu móti í Luxembourg og varð þrefaldur meistari á opna írska landsmótinu. Auk þessa er Íris Edda ein þriggja íslenskra sundmanna sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti unglinga í Moskvu í júlí nk.Aðrir íþróttamenn sem voru heiðraðir af Sandgerðisbæ fyrir árangur sinn á árinu 1998 voru Bjarni S. Sigurðsson frá Golfklúbbi Sandgerðis, Nensy Þorsteinsdóttir frá sunddeild Ksf. Reynis, Óli Garðar Axelsson frá körfuknattleiksdeild Ksf. Reynis og Smári Guðmundsson frá knattspyrnudeild Ksf. Reynis.