Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 28. janúar 2002 kl. 10:41

Íris Edda gerir það gott í Danmörku

Íris Edda Heimisdóttir sundkona úr sameinuðu sundfélagi Keflavíkur og Njarðvíkur (ÍRB) ákvað nú fyrir áramót að söðla um og flytja til Danmerkur til að æfa og keppa fyrir sundfélagið VAT89 sem er eitt af sterkustu sundfélögum Dana. Æfingarnar hafa gengið virkilega vel og þessi einungis 18 ára sundkona og fyrrverandi Íþróttamaður Reykjanesbæjar hefur sett markið hátt og stefnir ótrauð á að bæta íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 50, 100 og 200 metra bringusundi sem eru elstu íslandsmetin sett árin 1989 – 1991.
Íris Edda keppti núna um helgina á sterku dönsku móti þar sem flestir af sterkustu sundmönnum Dana voru með, Íris sigraði í einni grein 200 metra bringusundi og hafnaði í öðru sæti í 50 og 100 metra bringusundi rétt frá sínum bestu tímum og 2/10 tíundu hlutum úr sekúndu á eftir sigurvegaranum sem er æfingafélagi Írisar. þetta verður að teljast mjög góður árangur þegar litið er á það að Íris er undir miklu æfingaálagi.
Næstu verkefni Írisar eru Sjálandsmeistaramótið sem fram fer um miðjan febrúar,
Danska meistaramótið sem fram fer um miðjan mars og Alþjóðlega mótið, Sjælland Open sem fram fer um miðjan apríl. Á danska meistaramótinu og Sjælland Open
mun Íris gera atlögu að hvorutveggja lágmörkum á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Berlín í sumar og Íslandsmetum Ragnheiðar Runólfsdóttur í bringusundunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024