Íris Edda bætir sig í 100 m bringusundi
Íris Edda Heimisdóttir, úr ÍRB, sem nú keppir á danska meistaramótinu í sundi hóf keppni í gær með góðum árangri í 100 m bringusundi.Íris Edda kom í mark á 1:11,32 mínútum í milliriðlum og bætti árangur sinn um 3/10 hluta úr sekúndu. Hún keppir í úrslitasundinu síðdegis í dag, segir í frétt á mbl.is