Íris Edda Sjálandsmeistari í sundi
Það er óhætt að segja að hlutirnir gangi hratt fyrir sig þessa dagana hjá Írisi Eddu Heimisdóttur sundkonu úr Reykjanesbæ. Eftir ágætis árangur á sterku sundmóti fyrir u.þ.b. 3 vikum síðan hélt Íris áfram að bæta tímana sína og sanka að sér verðlaunum á danskri grundu.Að þessu sinni keppti Íris á Sjálandsmeistaramótinu, (landshlutameistaramót) eftir virkilega
erfiðar æfingar undanfarnar vikur var spurning um hversu hratt væri hægt að synda en Íris sýndi svo um munaði að hún er komin á “fornar slóðir” og gott betur en það i nokkrum tilfellum.
Íris varð Sjálandsmeistari í tveimur greinum 100 og 200 metra bringusundi í báðum þessum sundum var hún að synda töluvert hraðar en hún hefur gert síðastliðin 2 ár og einungis nokkrum sekúndubrotum frá hennar besta tíma sem er mjög gott undir þessum kringumstæðum (erfiðar æfingar) Þar að auki hafnaði hún í þriðja sæti í 50 metra bringusundi þar sem hún setti persónulegt met. Á þessu móti bætti Íris sig einnig í 50, 100 og 200 metra skriðsundi og 50 metra flugsundi.
Af þessu að dæma verður mjög áhugavert að fylgjast með Írisi á danska meistaramótinu sem fram fer eftir 3 vikur. Þar verður Íris í baráttu um verðlaunasæti, Íslandsmet og lágmörk á Evrópumeistarmótið sem fram fer í Berlín í sumar. Strax eftir meistaramótið fer Íris einmitt
í einnar viku æfingabúðir til Berlínar (sömu sundlaug og Evrópumeistaramótið verður haldið) ásamt 5 félögum sínum úr danska félaginu VAT89.
erfiðar æfingar undanfarnar vikur var spurning um hversu hratt væri hægt að synda en Íris sýndi svo um munaði að hún er komin á “fornar slóðir” og gott betur en það i nokkrum tilfellum.
Íris varð Sjálandsmeistari í tveimur greinum 100 og 200 metra bringusundi í báðum þessum sundum var hún að synda töluvert hraðar en hún hefur gert síðastliðin 2 ár og einungis nokkrum sekúndubrotum frá hennar besta tíma sem er mjög gott undir þessum kringumstæðum (erfiðar æfingar) Þar að auki hafnaði hún í þriðja sæti í 50 metra bringusundi þar sem hún setti persónulegt met. Á þessu móti bætti Íris sig einnig í 50, 100 og 200 metra skriðsundi og 50 metra flugsundi.
Af þessu að dæma verður mjög áhugavert að fylgjast með Írisi á danska meistaramótinu sem fram fer eftir 3 vikur. Þar verður Íris í baráttu um verðlaunasæti, Íslandsmet og lágmörk á Evrópumeistarmótið sem fram fer í Berlín í sumar. Strax eftir meistaramótið fer Íris einmitt
í einnar viku æfingabúðir til Berlínar (sömu sundlaug og Evrópumeistaramótið verður haldið) ásamt 5 félögum sínum úr danska félaginu VAT89.