Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB varð í 2. sæti á aldursflokkameistaramótinu
Þriðjudagur 7. júlí 2020 kl. 15:39

ÍRB varð í 2. sæti á aldursflokkameistaramótinu

hefur sigrað 11 sinnum síðan 2001

ÍRB varð í 2. sæti á aldursflokkameistaramóti Íslands í sundi sem fram fór um síðustu helgi.. „Mörg frábær sund voru á mótinu, margir titlar og mörg innanfélagsmet féllu og sú staðreynd segir okkur að við séum að gera vel,“ segir Steindór Gunnarsson, þjálfari hjá ÍRB. 

Síðan lið Keflavíkur og Njarðvíkur sameinuðust árið 2001 hefur ÍRB unnið AMÍ titilinn ellefu sinnum og aldrei verið neðar en í öðru sæti. Steindór segir að hvatningin, fjörið umgengni og hegðun hjá sundfólki ÍRB hafi jafnframt verið til fyrirmyndar. ÍRB átti einn fulltrúa af stigahæstu sundmönnum mótsins, en það var  Denas Kazulis sem varð stigahæsti sveinninn á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lokastigastaða þriggja efstu félaga var eftirfarandi: 

SH 1008,
ÍRB 811,
Breiðablik 570

 

Aldursflokkameistarar ÍRB á AMÍ 2020:

Denas Kazulis 100 skr, 400 skrið og 200 skrið, 800 skrið, 200 fjórsund

Ástrós Lovísa Hauksdóttir 200 bak, 100 bak

Eva Margrét Falsdóttir 100 bringa, 200 bringa, 200 fjór, 400 fjór

Daði Rafn Falsson 100 bringa, 200 bringa,

Fannar Snævar Hauksson 100 flug, 200 flug, 100 bak

Denas Kazulis með verðlaunin sín.

Meyjasveit ÍRB 4 x 50m fjórsund.

Sveitina skipuðu:

Ástrós Lovísa Hauksdóttir, Gabija Marija Savickaité, Elísabet Arnoddsdóttir og Freydís Lilja Bergþórsdóttir.

Innanfélagsmetin sem féllu á mótinu:

Denas Kazulis 200 skr, 400 skr

Eva Margrét Eva Falsdóttir 800 skr og 400 skr

Fannar Snævar Hauksson í 100 skr.

Piltasveitin bætti piltamet í 4 x100m fjórsundi.

Sveitina skipuðu:

Flosi Ómarsson, Kári Snær Halldórsson, Fannar Snævar Hauksson og Stefán Elías Berman Davíðsson.

Jafnframt setti piltasveit ÍRB met í piltaflokki í 4 x 100 skriðsundi.

Sveitina skipuðu:

Fannar Snævar Hauksson, Stefán Elías Davíðsson, Aron Fannar Kristínarson og Alexander Logi Jónsson.