ÍRB sigrar með yfirburðum á AMÍ
Sunddeild ÍRB fagnaði glæsilegum sigri á Aldursmeistaramóti Íslands sem fór fram á Akureyri um helgina.
ÍRB, sem var að vinna þetta mót í fjórða skiptið í röð, vann öruggan sigur með 1451 stig, en Sundfélagið Ægir var í öðru sæti með 1134 stig. Heimafólk í Óðni var í þriðja sæti með 1039 stig.
Sunddeild Þróttar í Vogum var í 12. sæti með 70 stig og Grindavík var í 19. og síðasta sæti með 3 stig.
Tveir liðsmenn ÍRB hlutu verðlaun sem stigahæstu sundmenn í sínum aldursflokki, en það voru þau Kristófer Sigurðsson í sveinaflokki og Soffía Klemenzdóttir í telpnaflokki.
Nánar um mótið í næsta tölublaði Víkurfrétta.
VF-Mynd/Þorgils - ÍRB krakkar í lokaundirbúningi fyir AMÍ