Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB sigrar á sundmóti Ármanns
Mánudagur 2. maí 2005 kl. 12:29

ÍRB sigrar á sundmóti Ármanns

Sundfólk ÍRB náði glæsilegum árangri á sundmóti Ármanns um helgina. Mikið var um góðar bætingar og einnig náðu margir lágmörkum fyrir komandi aldursflokkamót. Nú þegar hafa 43 náð lágmörkum en stefnan er sett á að fara með u.þ.b. 50 manna hóp.

Sundmenn í flokknum 12 ára og yngri unnu nánast allar greinar mótsins, en  ÍRB ber höfuð og herðar yfir önnur lið í þessum flokki. Sást það mjög glögglega þegar kom að boðsundunum. Þar unnu sveitir ÍRB með miklum yfiburðum, en þessi fíni árangur lofar góðu fyrir keppnina á aldursflokkamótinu í sumar. Þar á lið ÍRB titil að verja en forsvarsmenn ÍRB segjast ekki ætla að láta þann titil af hendi á næstu árum.

Stighæstu einstaklingar mótsins í flokki 12 ára og yngri komu báðir úr röðum ÍRB. Það voru þau María Halldórsdóttir og Ingi Rúnar Árnason, hjá þeim báðum varð það fyrir 100m bringusund. Fyrir þennan frábæra árangur sinn  fengu þau glæsileg verðlaun í mótslok.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024