ÍRB sigraði í bæjarkeppni milli Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar
Bæjarkeppni í sundi milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar fór fram í Sundhöll Hafnarfjarðar sl. laugardaginn. Lið ÍRB hélt sigurgöngu sinni áfram og unnu SH í flokki B- og C-liða en einnig samanlagt. Sömu reglur giltu í bæjarkeppninni og á Bikarkeppni SSÍ, sundmaður fær stig skv. alþjóðlegri stigatöflu þar sem heimsmet gefur 1000 stig og því nær heimsmeti sem sundmaður klárar sund fær hann hærri stig.
B-lið Hafnarfjarðar keppti á móti B-liði Reykjanesbæjar og C-lið Hafnarfjarðar keppti á móti C-liði Reykjanesbæjar. Einnig var keppt um stóran farandgrip fyrir samlögð stig B- og C-liða. Þar að leiðandi bættust við þrír bikarar í stórt safn sundmanna ÍRB en liðið hefur verið mjög sigursælt í ár og unnið allar liðakeppnir sem haldnar hafa verið hérlendis nema eina þar sem liðið varð í 2. sæti.
Í keppnis- og varamannaliðum beggja liðanna voru sundmenn sem kepptu ekki á Bikarkeppni SSÍ.
B-lið Hafnarfjarðar keppti á móti B-liði Reykjanesbæjar og C-lið Hafnarfjarðar keppti á móti C-liði Reykjanesbæjar. Einnig var keppt um stóran farandgrip fyrir samlögð stig B- og C-liða. Þar að leiðandi bættust við þrír bikarar í stórt safn sundmanna ÍRB en liðið hefur verið mjög sigursælt í ár og unnið allar liðakeppnir sem haldnar hafa verið hérlendis nema eina þar sem liðið varð í 2. sæti.
Í keppnis- og varamannaliðum beggja liðanna voru sundmenn sem kepptu ekki á Bikarkeppni SSÍ.