ÍRB sigraði Aldurflokkameistaramótið
Eftir æsispennandi lokadag á Aldusflokkameistarmóti Íslands þar sem hvert sund skipti máli voru það sundmenn ÍRB sem fögnuðu sigri á mótinu nú um helgina. Keppt er í aldurflokkum 12-18 ára í hinum ýmsu greinum. Það voru glaðir sundmenn, þjálfarar og foreldrar sem fóru á lokahófið og tóku við bikarnum góða. Þar voru fjölmörg verðlaun veitt og var Ólöf Edda Eðvarsdóttir stigahæsta stúlkan 13-14 ára. Þá fengu sundmennirnir ÍRB einnig viðurkenningu fyrir framkomu og prúðmennsku á mótinu.
Mynd: Ólöf Edda Eðvarsdóttir á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hennar er Eðvarð Þór Eðvarðsson sem er einn fremsti sundkappi sem Íslendingar hafa átt.