Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB rúllaði upp Gullmóti KR
Mánudagur 26. febrúar 2007 kl. 10:47

ÍRB rúllaði upp Gullmóti KR

Sundsveit ÍRB fór á kostum í Gullmóti KR sem fram fór í innilauginni í Laugardal um helgina og hafði þar yfirburðasigur í mótinu með 500 stigum meira en liðið í 2. sæti mótsins. Glæsilegur árangur hjá ÍRB og ljóst að liðið er í feiknaformi um þessar mundir enda mörg stórmót framundan.

Soffía Klemenzdóttir sigraði í stigakeppni telpna (13 - 14 ára) og Kristófer Sigurðsson sigraði í stigakeppni sveina (12 ára og yngri).

 

Þrátt fyrir að vera í þungum æfingum náði sundfólk ÍRB að sýna góða takta með þau Erlu Dögg Haraldsdóttur, Soffíu Klemenzdóttur, Birki Má Jónsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Elfu Ingvadóttur í broddi fylkingar. Þess má geta að þau Davíð og Elfa náðu lágmörkum inn í unglingalandslið Íslands sem tryggir þeim þátttöku á sterku alþjóðlegu sundmóti í Luxembourg rétt eftir páska.

 

Þar að auki náði fjöldi sundmanna tilskyldum lágmörkum til þátttöku á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer eftir 3 vikur og Aldursflokkamóti Íslands sem fram fer í endaðan júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024