Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 10. júní 2003 kl. 08:57

ÍRB náði bikarnum heim

Um síðustu helgi fór fram hið árlega ÍA-Esso sundmót uppi á Akranesi, mót þetta er með þeim fjölmennari og er þar að auki lokaundirbúningur fyrir Aldursflokkameistarmót Íslands sem í þetta skiptið fer einnig fram uppi á Akranesi eftir tæpar 3 vikur. Árangur sundfólks ÍRB var mjög góður og fyrir utan að sópa að sér verðlaunapeningum náðu sundmennirnir fjölmörgum persónulegum bætingum og lágmörkum á fyrrgreint Aldursflokkameistaramót.Einna ánægjulegast var að fylgjast með framförum sundfólksins okkar sem kemur á eftir okkar topp sundfólki þessir sundmenn voru víðast hvar að hoppa upp um fjölmörg sæti ef litið er á skráðan tíma og er það mjög gott fyrir breiddina í félaginu.

Í heildarstigakeppni félaga fór ÍRB með sigur af hólmi og var þetta í sjötta skipti sem bikarinn lendir í Reykjanesbæ en þess má geta að keppt hefur verið um þennan bikar í sjö skipti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024