ÍRB með sjö Íslandsmet í sundi
Boðsundssveitir ÍRB voru í miklum ham daginn eftir frækilega sigur í Bikarkeppni SSÍ. Á meta og lágmarkamóti Sundfélags Hafnarfjarðar settu sveitir ÍRB alls sjö íslandsmet sem verður að teljast glæsilegt. Kvennasveitir félagsins settu met í 4 x 50m bringusundi á tímanum; 2.22.36 mínútum, 4 x 100m flugsundi á 4.35.50 mínútum, 4 x 50m flugsundi á 2.02.39 mínútum og 4 x 100m bringusundi á 5.04.85 mínútum. Karlasveitir félagsins settu met í 4 x 50m bringusundi á 2.00.79 mínútum, 4 x100m flugsundi á 3.57.94 mínútum og í 4 x 100m bringusundi á 4.29.13 mínútum.
Kvennaveitirnar skipuðu: Arna Atladóttir, Díana Ósk Halldórsdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir, Íris Edda Heimisdóttir, Sigurbjörg Gunnarssdóttir og Þóra Björg Sigurþórsdóttir.
Karlaveitirnar skipuðu: Birkir Már Jónsson, Jón Oddur Sigurðsson, Magnús Sveinn Jónsson, Magnús Konráðsson og Örn Arnarson.
Kvennaveitirnar skipuðu: Arna Atladóttir, Díana Ósk Halldórsdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir, Íris Edda Heimisdóttir, Sigurbjörg Gunnarssdóttir og Þóra Björg Sigurþórsdóttir.
Karlaveitirnar skipuðu: Birkir Már Jónsson, Jón Oddur Sigurðsson, Magnús Sveinn Jónsson, Magnús Konráðsson og Örn Arnarson.