Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 10. október 2002 kl. 11:37

ÍRB með Íslandsmet í Eyjum

Karlasveit ÍRB setti Íslandsmet í 4x50metra fjórsundi sl. helgi á Sprettsundmóti ÍBV í Vestmannaeyjum. Sveitin synti á 1:48,18 mínútum sem er 30 sekúndubrotum betri tími en gamla metið sem var í eigu SFS frá árin 1991. Þess má geta að Eðvarð Þór Eðvarðsson var í þeirri sveit en hann er nú þjálfari hjá ÍRB.Sveitina skipuðu: Birkir Már Jónsson, Guðlaugur Már Guðmundsson, Magnús Sveinn Jónsson og Örn Arnarson, sem var að keppa á sínu fyrsta móti fyrir ÍRB eftir að hann gekk til liðs við félagið frá SH.

Upplýsingar af heimasíðu ÍRB
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024