Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB með flest verðlaun annað árið í röð
Föstudagur 21. nóvember 2014 kl. 11:06

ÍRB með flest verðlaun annað árið í röð

Gríðarlegar bætingar milli ára

Sundfélag ÍRB var með flesta sundmenn í efstu þremur sætunum íslenskra sundmanna á Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug, sem fram fór í Hafnarfirði á dögunum. Þetta er annað árið í röð sem ÍRB nær þessum árangri en ÍRB vann til 45 verðlauna á mótinu. Núna var ÍRB með 14 sundmenn í fyrsta sæti íslenskra sundmanna, 15 í öðru sæti og 16 í þriðja. Í ár voru níu fleiri sundmenn en í fyrra í fyrsta sæti og fjórum fleiri í heildina í efstu þremur sætunum heldur en fyrir ári. ÍRB var einnig með flesta sundmenn í úrslitum allt mótið.

Hér má nálgast úrslit úr mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

ÍRB hefur bætt árangur sinn á hverju ári síðustu 5 árin.  

ÍM25 2010 - 0 gull, 12 verðlaun

ÍM25 2011 - 1 gull, 16 verðlaun

ÍM25 2012 - 2 gull, 14 verðlaun

ÍM25 2013 - 5 gull, 41 verðlaun

ÍM25 2014 - 14 gull, 45 verðlaun