Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB með 8 af þeim 11 sem náðu lágmörkum í unglingalandslið
Mánudagur 21. apríl 2014 kl. 09:19

ÍRB með 8 af þeim 11 sem náðu lágmörkum í unglingalandslið

ÍRB á 8 af þeim 11 sundmönnum landsins sem náð hafa lágmörkunum í landsliðsverkefni unglinga sem fram fara í sumar.

Þau sem hafa náð lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót unglinga (EMU) eru: Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Þröstur Bjarnason. Auk þess náðu þau öll B-lágmörkum á Ólympíuleika ungmenna (YOG).

Þau sem hafa náð lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramót Æskunnar (NÆM) eru: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024