ÍRB-liðar keppa í Frakklandi
Fjórir sundmenn úr ÍRB eru að fara til keppni á sterku móti sem fer fram 5.-6. júní nk. í Canet í Frakklandi. Þessir sundmenn eru Hilmar Pétur Sigurðsson, Birkir Már Jónsson, Örn Arnarson og Erla Dögg Haraldsdóttir. Með þeim í för er einnig sundfólk frá sundfélaginu Ægi úr Reykjavík. Þau Auður Sif Jónsdóttir, Árni Már Árnason og Oddur Örnólfsson.
Að móti loknu munu þau verða áfram við æfingar í Canet til 17. júní. Mót þetta er hluti af Mare Nostrum mótaröðinni. Staðirnir eða borgirnar þar sem mótin fara fram eru Mónakó, Canet, Barcelona og Róm. Greinilegt er á skráningunum að þetta er sterkt mót og er þarna að finna ýmsa sterka og vel þekkta keppendur.
Að móti loknu munu þau verða áfram við æfingar í Canet til 17. júní. Mót þetta er hluti af Mare Nostrum mótaröðinni. Staðirnir eða borgirnar þar sem mótin fara fram eru Mónakó, Canet, Barcelona og Róm. Greinilegt er á skráningunum að þetta er sterkt mót og er þarna að finna ýmsa sterka og vel þekkta keppendur.