Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

ÍRB liðar á alþjóðlegu sundmóti
Laugardagur 3. júní 2006 kl. 15:03

ÍRB liðar á alþjóðlegu sundmóti

Fræknir sundmenn frá ÍRB eru nú staddir í Canet í Frakklandi til að taka þátt í hinni árlegu Mare Nostrum mótaröð, en tvö önnur slík mót verða í gangi í Barcelona og Mónakó.

Ferðalagið til Canet var langt og strangt en Þaeir sem koma frá ÍRB eru þau: Birkir Már Jónsson, Erla Dögg Haraldsdóttir, Gunnar Örn Ólafsson, Helena Ósk Ívarsdottir, Hilmar Pétur Sigurðsson og Jóna Dagbjört Pétursdóttir ásamt Steindóri Gunnarssyni þjálfara.

Keppni hófst í morgun og munu helstu úrslit birtast hér á síðunni þegar þau berast.

Mynd úr safni VF
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024