Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB langefst fyrir lokadaginn
Laugardagur 21. júní 2008 kl. 23:47

ÍRB langefst fyrir lokadaginn

ÍRB heldur öruggri forystu á AMÍ mótinu eftir 3 daga af 4. Virðist fátt geta komið í veg fyrir fimmta Aldursflokkameistaratitil ÍRB í röð.
 
Þrjú glæsileg unglingamet voru sett á mótinu í dag.
 
Sindri Þór Jakobsson ÍRB setti piltamet í 100m flugsundi þegar hann synti á 55,79mín. og bætti met Arnar Arnarsonar SH frá því 1998 um 91/100 úr sek.
 
Hrafnhildur Luthersdóttir SH setti  stúlknamet, þegar hún synti 200m bringusund á 2:31.51 mín. en fyrra met átti Erla Dögg Haraldsóttir, 2:32.90 mín, sem var sett í Vestmannaeyjum 2004.
 
Loks setti drengjasveit  (13-14ára) SH nýtt drengjamet í 4x50 m. skriðsundi þegar þeir syntu á 1:48.49 mín.og bættu met ÍRB frá 2007 um 3,21sekúndu. Sveitina skipa Njáll Þrastarson, Predrag Milos, Sigurður Friðrik Kristjánsson og Kolbeinn Hrafnkelsson.
 
Staðan fyrir lokadaginn er því svohljóðandi: 
 
Sæti   Lið             Stig
1         ÍRB           3014
2         Ægir         2649,5
3         SH            1576
4        Óðinn        1483
5        KR             1398
6        ÍA               890
7        Fjölnir        770
8        Breiðablik   311
9        Vestri         276
10      Ármann      193
11     Afturelding 125,5
12     UMFG          52
13     UMSB          46
14     Selfoss        34
15     Stjarnan       12
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024