Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB í öðru sæti á Bikarmóti SSÍ
Laugardagur 16. júní 2007 kl. 23:46

ÍRB í öðru sæti á Bikarmóti SSÍ

Sundsveit ÍRB mátti láta sér lynda annað sætið á Bikarmóti Sundsambands Íslands sem fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ og lauk í kvöld.

Sundfélagið Ægir er bikarmeistari fjórða árið í röð, en ÍRB hampaði þessum tiltli árin 2002 og 2003.

Ægir lauk keppni með 33.576 stig, ÍRB var með 30.729 stig og í þriðja sæti var Sundfélag Hafnarfjarðar með 28.227 stig. Ægisliðar voru með forystu allt mótið.

Tvö önnur Suðurnesjalið voru með í keppninni. Þróttur Vogum var í 4. sæti í 2. deild og Grindavík var í 5. sæti.

Mótið fór vel fram í alla staði og var mikil og góð stemmning.

Á morgun, sunnudag kemur videofrétt frá mótinu hingað inn á vf.is.

VF-Mynd/Þorgils - Silfurlið ÍRB á mótinu í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024