Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB í öðru og þriðja sæti
Mánudagur 27. apríl 2009 kl. 09:49

ÍRB í öðru og þriðja sæti


Kvennalið ÍRB hafnaði í öðru sæti og karlaliðið í þriðja sæti í Bikarkeppni Íslands sem fram fór um helgina í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.
Sundfélagið Ægir varð bikarmeistarari í 1. deild kvenna með 16.826 stig.  Bikarmeistarar í 1. deild karla varð Sundfélag Hafnarfjarðar með 15.037 stig.

Markverðasta árangri ÍRB sundfólksins náði Ólöf Edda Eðvarðsdóttir en hún gerði sér lítið fyrir og setti tvö íslensk meyjamet í sama sundinu er hún synti 200 m bringusund.

Hún setti met í 100 m bringusundi í millitíma á 200m sundinu, á tímanum 1:23,06. Gamla metið var 1:24.28 en það Jóhanna Júlíusdóttir ÍRB frá árinu 2008. Seinna metið var lokatíminn í 200 m bringusundi en þar synti hún á tímanum 2:52,21 en hún átti það met sjálf frá því í mars á þessu ári

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024