ÍRB heldur til Sheffield
15 sundmenn frá ÍRB halda til Sheffield til þess að keppa á stóru sundmóti um helgina. Þetta mót er erfitt og lágmörkin voru svipuð og lágmörkin fyrir íslenska landsliðið sem keppti í Lúxemburg á síðasta ári, svo það telst mjög gott að vera með 15 sundmenn á þessu móti.
Keppnin stendur í 2 daga með riðlakeppni í 4 hlutum og úrslitum í 4 hlutum og aðeins 30 mínútna hlé á milli. Sundmenn verða að takast á við það krefjandi verkefni að ferðast og keppa í mjög hröðum riðlum sem er mjög frábrugðið því sem gerist á ÍM25 og ÍM50.
Mótið er í 50 m laug og því góður undirbúningur fyrir ÍM50 sem verður í apríl. Sundmenn ÍRB verða að ná bestu tímum sínum og vera í sínu allra besta formi ef þeir ætla að ná í úrslitin sem eru í tveimur aldursflokkum.