ÍRB halda sínu striki
ÍRB-liðar synda nú ófluga að fimmta AMÍ tiltinum í röð, en eftir annan keppnisdag af fjórum sem var í gær, var ÍRB með 2050 stig og þeirra aðalkeppinautar úr Sundfélaginu Ægi voru með 1700 stig.
Tvö met féllu í gær. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni setti glæsilegt Íslandsmet í 400m skriðsundi þar sem hún synti á 4:17,35 mín. og bætti eigið met frá AMÍ í fyrra um 1,28 sek.
Þá setti sveit SH stúlknamet (15-17ára) í 4x50m fjórsundi þegar þær syntu á 2:02.47 mín. og bættu met ÍRB frá 2007 um 1,66sek.
Fjörið heldur áfram í dag og vverður fróðlegt að sjá hvort metin haldi áfram að falla.
Staðan að loknum öðrum degi var svohljóðandi:
Sæti Lið Stig
1 ÍRB 2050
2 Ægir 1700
3 SH 1010
4 Óðinn 925,5
5 KR 858
6 ÍA 549,5
7 Fjölnir 477
8 Breiðablik 174
9 Vestri 170
10 Ármann 128
11 Afturelding 91
12 UMSB 35
13 UMFG 26
14 Selfoss 19
15 Stjarnan 12
VF-mynd/IngaSæm