ÍRB fyrirmynda annara félaga
Í gær áttu Andri Stefánsson og Kristinn Reimarsson sviðsstjórar ÍSÍ fund með fulltrúum þeirra deilda og félaga innan ÍRB sem sótt hafa um viðurkenningu til ÍSÍ vegna Fyrirmyndarfélags ÍSÍ. Alls höfðu 11 aðildarfélög/deildir ÍRB sent inn ósk um úttekt á starfsemi sinni m.t.t. þeirra krafna sem settar eru fram í Fyrirmyndarfélagsverkefninu. Af þessum 11 aðildarfélögum/deildum eru 3 deildir mjög nálægt því að uppfylla allar þær kröfur sem settar eru fram.Ljóst er að margir stjórnarmenn innan þessara deilda hafa lagt töluverða mikla vinnu við gerð handbóka fyrir sínar deildir og er það vel.Eitt meginmarkmið með verkefninu er að gera gott félag betra og um leið leggja grunn af því að öllum börnum og unglingum sem vilja taka þátt í íþróttastarfi líði vel og hjá þeim kvikni áhugi á heilbrigðu líferni fyrir lífstíð. Þó má líka segja ef verkefnið verður til þess að stjórnarmenn setjist niður og skoði starfið innan sinna vébanda og hvað sé hægt að gera betur en gert er í dag, þó svo að öllum þeim kröfum sem settar eru fram verði ekki fullnægt, þá er það líka skref í rétta átt.Félögin/deildirnar munu núna halda áfram með þá vinnu að fullklára handbækur sínar og laga þau atriði sem þeim var bent á á fundinum í gær að mætti gera betur.
Aðalstjórn ÍRB, sem hefur haldið utan um þessa vinnu hjá sínum aðildarfélögum, hefur greinilega tekist að virkja vel sitt fólk og ýtt undir metnað þess í því að íþróttastarfið í Reykjanesbæ verði enn betra en það er í dag.Hægt er að lesa meira um verkefni ÍRB á heimasíðu þeirra, www.irb.is.
Frétt af isisport.is
Aðalstjórn ÍRB, sem hefur haldið utan um þessa vinnu hjá sínum aðildarfélögum, hefur greinilega tekist að virkja vel sitt fólk og ýtt undir metnað þess í því að íþróttastarfið í Reykjanesbæ verði enn betra en það er í dag.Hægt er að lesa meira um verkefni ÍRB á heimasíðu þeirra, www.irb.is.
Frétt af isisport.is