Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB bikarmeistarar annað árið í röð
ÍRB konur með bikarinn.
Mánudagur 13. október 2014 kl. 09:26

ÍRB bikarmeistarar annað árið í röð

Sveit Íþrótta­banda­lags Reykja­nes­bæj­ar (ÍRB) varð bikar­meist­ari kvenna í sundi nú á laugardaginn. Keppni var jöfn og spenn­andi í kvenna­flokki þar sem ÍRB fékk 15.852 stig en SH sem hafnaði í öðru sæti önglaði sam­an 15.466 stigum. Þetta er annað árið í röð sem kvennasveit ÍRB verður bikarmeistari.

Í karlaflokki varð sveit Reykjanesbæjar í öðru sæti á eftir Hafnfirðingum. SH fékk 15.019 stig en sveit ÍRB hlaut 13.142 stig. Í annarri deild varð B-sveit ÍRB í öðru sæti á eftir sameinuðu liði Reykjavíkurfélaganna hjá konunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í karlaflokki varð sveit Reykjanesbæjar í öðru sæti.

Bikarmeistarar kvenna frá ÍRB.

Í annarri deild varð B-sveit ÍRB í öðru sæti.