ÍRB AMÍ meistarar fimmta árið í röð
ÍRB fagnaði í kvöld sínum fimmta sigri í röð á Aldursflokkameistaramóti Íslands. Mótið, sem fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ, þótti takast með afbrigðum vel en þetta var fjölmennasta mót síðari ára þar sem rúmlega 300 krakkar tóku þátt.
Í dag féll enn eitt metið en þar var að verki Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni. Hún bætti eigið Íslandsmet í 200m skriðsundi og kom í mark á tímanum 2:01,55 mín.
Mótinu var slitið í kvöld með glæsilegu lokahófi þar sem stigahæstu sundmenn og meistarar ÍRB fengu viðurkenningar sínar.
Nánar af mótinu í fyrramálið.
VF-mynd/Þorgils – ÍRB-liðar vígreifir í mótslok