ÍRB aldursflokkameistarar í sundi 2022
Sundfólk Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) fór með sigur af hólmi í Aldursflokkameistaramóti Sundsambands Íslands var haldið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ um helgina. Þetta er annað árið í röð sem ÍRB vinnur þetta sæmdarheiti og í þrettánda sinn síðan 2001 þegar sunddeildir Keflavíkur og Njarðvíkur sameinuðust undir merkjum ÍRB.
Spennan og stemmningin mikil í Vatnaveröld þegar um 200 keppendur frá þrettán félögum kepptu sín á milli. Keppni milli liða var hörð en þáttakendur gleymdu ekki gleðinni þrátt fyrir að keppnisskapið væri mikið. Eftir hörkukeppni stóð ÍRB uppi sem sigurvegari mótsins með 790 stig, í öðru sæti var Sundfélag Hafnarfjarðar með 737 stig og í þriðja sæti var sunddeild Breiðabliks með 353 stig.
Að móti loknu voru veitt aldursflokkaverðlaun einstaklinga en þau eru veitt þeim keppendum sem ná bestum samanlögðum árangri samkvæmt stigatöflu FINA í eftirfarandi flokkum:
Í flokki tvö eru veitt verðlaun fyrir stigahæstu sund í 200 metra skriðsund, 100 metra fjórsund ásamt stigahæstu grein þar fyrir utan (kk: 12 ára og 13 ára / kvk: 11 ára og 12 ára).
Í flokki þrjú eru veitt verðlaun fyrir stigahæsta sund í 200 metra skriðsund, 200 metra fjórsund ásamt stigahæstu grein þar fyrir utan (kk: 14 ára og 15 ára / kvk: 13 ára og 14 ára).
Af þeim fjórum sem voru veitt aldursflokkaverðlaun voru tveir sundmenn úr ÍRB. Stigahæsti strákur í flokki tvö var Árni Þór Pálmason en hann fékk samtals 1.175 stig og stigahæsta stelpa í flokki tvö var Adriana Agnes Derti en hún fékk samtals 1.148 stig, bæði úr ÍRB.
Lokastaða liða: |
|
ÍRB 790 stig |
790 stig |
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, leit við í Vatnaveröld og tók myndir af sundgörpunum.