Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB á þriðjung landsliðsmanna í sundi
Mánudagur 20. október 2014 kl. 14:00

ÍRB á þriðjung landsliðsmanna í sundi

Sundsamband Íslands hélt um helgina æfingabúðir fyrir landsliðsfólk í sundi. Öllum sundmönnum sem tóku þátt í landsliðsverkefnum 2013-2014 var boðið, en þar á meðal voru 14 sundmenn frá ÍRB af 41 manna hóp.

Byrjað var á sameiginlegum hádegisverði og fyrirlestri þar sem Eyleifur Jóhannsson ræddi við sundfólkið um ýmislegt varðandi íþróttina. Eyleifur sem valinn hefur verið tvö ár í röð þjálfari ársins í Danmörku var staddur hér á landi með sundlið sitt úr Aalborg Svommeklub í æfingabúðum.Eftir fyrirlesturinn tók við æfing í Laugardalslaug með Eyleifi og Jacky Pellerin landsliðsþjálfara.

Sundmenn ÍRB sem tóku þátt í æfingunni voru:

Kristófer Sigurðsson
Erla Sigurjónsdóttir
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason
Birta María Falsdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Svanfríður Steingrímsdóttir
Sylvia Sienkewich
Sunneva Dögg Friðriksdóttir
Karen Mist Arngeirsdóttir
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Gunnhildur Björg Baldursdóttir
Stefanía Sigurþórsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024