ÍRB á flesta landsliðsmenn
Íslendingar munu eiga 19 fulltrúa á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi sem haldið verður í Vaasa í Finnlandi dagana 14.-16. desember. ÍRB á flesta fulltrúa í liðinu og að þessu sinni eiga Reykjanesbæingar alls átta fulltrúa, sem er glæsilegur árangur.
Um helgina fer svo fram Aðventumót ÍRB sem haldið verður í Vatnaveröld. Á mótinu geta sundmenn synt greinar til að ná hærri Ofurhugaviðurkenningunum og bætt sína bestu tíma. Mótið verður með jólalegu ívafi og verður væntanlega skemmtileg stemning í sundmiðstöðinni.
Hér að neðan má sjá nöfn fulltrúa ÍRB í liðinu sem heldur út á næstunni.
Berglind Björgvinsdóttir, ÍRB
Birta María Falsdóttir, ÍRB
Erla Sigurjónsdóttir, ÍRB
Íris Ósk Hilmarsdóttir, ÍRB
Jón Ágúst Guðmundsson, ÍRB
Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, ÍRB
Kristófer Sigurðsson, ÍRB
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB