Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

ÍRB á flesta landsliðsmenn
Föstudagur 7. desember 2012 kl. 10:06

ÍRB á flesta landsliðsmenn

Íslendingar munu eiga 19 fulltrúa á Norðurlandameistaramóti unglinga í sundi sem haldið verður í Vaasa í Finnlandi dagana 14.-16. desember. ÍRB á flesta fulltrúa í liðinu og að þessu sinni eiga Reykjanesbæingar alls átta fulltrúa, sem er glæsilegur árangur.

Um helgina fer svo fram Aðventumót ÍRB sem haldið verður í Vatnaveröld. Á mótinu geta sundmenn synt greinar til að ná hærri Ofurhugaviðurkenningunum og bætt sína bestu tíma. Mótið verður með jólalegu ívafi og verður væntanlega skemmtileg stemning í sundmiðstöðinni.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hér að neðan má sjá nöfn fulltrúa ÍRB í liðinu sem heldur út á næstunni. 

Berglind Björgvinsdóttir, ÍRB

Birta María Falsdóttir, ÍRB

Erla Sigurjónsdóttir, ÍRB

Íris Ósk Hilmarsdóttir, ÍRB

Jón Ágúst Guðmundsson, ÍRB

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, ÍRB

Kristófer Sigurðsson, ÍRB

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB

Dubliner
Dubliner