Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 4. mars 2003 kl. 09:22

ÍRB sigraði á sundmóti KR

Lið ÍRB sigraði með talsverðum yfirburðum í heildarstigakeppni félaga á Unglingamóti KR um sl. helgi. Mjög góður árangur náðist hjá félaginu í mörgum greinum og af þeim fjórum mótsmetum sem slegin voru komu þrjú þeirra frá sundfólki ÍRB. Liðið átti líka nokkra af þeim einstaklingum sem voru í flokki stigahæstu ungmennanna í samanlögðum greinum. Birkir Már Jónsson var stigahæstur í flokki pilta, Guðni Emilsson var stigahæstur í flokki drengja og sló tvö mótsmet og Bjarni Ragnar Guðmundsson varð í þriðja sæti í sveinaflokki. Hjá kvenþjóðinni var Erla Dögg Haraldsdóttir í öðru sæti í stúlknaflokki og setti eitt mótsmet, Helena Ósk Ívarsdóttir varð í þriðja sæti í telpnaflokki. Helena sýndi stórskemmtilega takta í 100m bringusundi þar sem hún sigraði á mjög góðum tíma. Í opnum flokki náði hún þriðja sætinu í 50m bringusundi á eftir þeim Erlu Dögg og Írisi Eddu. ÍRB á því orðið stórhættulegt þríeyki í bringusundi. Íris Guðmundsdóttir náði einnig glæsilegum árangri í 100m skriðsundi þegar hún náði lágmörkum inn í Framtíðarhóp Sundsambandsins.
Örn Arnarson lét sitt ekki eftir liggja og sló íslandsmetið í 50m flugsundi. Metið var eina íslandsmetið sem leit dagsins ljós á mótinu en Örn setti það í flugsundseinvíginu sem fram fór á laugardagskvöldinu.En í tengslum við mót þetta var hið svokallað KR Super Challenge mót. Mótið var einvígi í flusundi þar sem tveir og tveir kepptu með útsláttarformi, þar til einn stóð eftir sem sigurvegari.
Í undanrásunum sem syntar voru á föstudeginum tryggðu átta bestu tímarnir sér þátttöku í lokakeppnina á laugardagskvöldinu. Lokakeppnin fór fram um kvöldið undir dynjandi tónlist og diskóljósum, þar sem hver taug var þanin til hins ýtrasta. Einvígi þetta var milli allra bestu sundmanna landsins og nokkura danskra sundmanna sem komu til landsins í boði KR. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir þann sem myndi setja landsmet. Í þessari lokakeppni sem taldi alls16 manns átti ÍRB fimm fulltrúa sem allir syntu á sínum bestu tímum í þessari keppni. Það voru þau Örn, Íris Edda, Birkir Már, Þóra Björg og Erla Dögg. Þetta framtak KR-inganna sem var í tenslum við Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar var frábært innlegg í íslenskt sundlíf og verður vonandi aftur á næsta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024