Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍR-ingar of stór biti fyrir kempurnar
Mynd: Jón Björn fyrir Karfan
Þriðjudagur 21. janúar 2014 kl. 21:13

ÍR-ingar of stór biti fyrir kempurnar

Gömlu brýnin í b-liði Keflavíkur mættu ofjörlum sínum í kvöld þegar þeir máttu sætta sig við 139-90 tap á útivelli í 8-liða úrslitum Powerdebikars karla. Sigur ÍR var aldrei í hættu en þó sýndu leikmenn Keflvíkinga gamalkunna takta inn á milli. Gunnar Einarsson skoraði 23 stig fyrir Keflvíkinga í leiknum og Sverrir Þór Sverrisson var með 15. Magnús Gunnarsson sneri svo aftur eftir meiðsli og skoraði 11 stig í leiknum.


ÍR-Keflavík b 139-90 (31-18, 38-21, 37-23, 33-28)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Keflavík b: Gunnar Einarsson 23/5 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 15/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 11/4 fráköst, Elentínus Margeirsson 9, Davíð Þór Jónsson 7, Jón Nordal Hafsteinsson 6/5 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 6, Sævar Sævarsson 6, Guðjón Skúlason 5, Sigurður  Sigurbjörnsson 2/4 fráköst, Sigurður Ingimundarson 0, Albert Óskarsson 0.

ÍR: Nigel Moore 21/11 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 18/5 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/8 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/7 fráköst, Kristófer Fannar Stefánsson 14, Vilhjálmur Theodór Jónsson 10/4 fráköst, Jón Valgeir Tryggvason 7, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst/12 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 6/5 fráköst, Stefán Ásgeir Arnarsson 5, Daníel Freyr Friðriksson 3/6 stoðsendingar.