Mánudagur 7. mars 2005 kl. 18:34
Ipswich Town fylgjist með Óskari
Fulltrúi frá enska knattspyrnufélaginu Ipswich Town er þessa dagana í heimsókn í Grindavík. Tilgangur heimsóknarinnar er að ræða við hinn unga og efnilega markvörð Grindvíkinga, Óskar Pétursson og foreldra hans, um hugsanlegan samning við félagið. Enska félagið er mjög áhugasamt um að krækja í drenginn og telja að drengurinn eigi svo sannarlega framtíð fyrir sér í atvinnumennskunni. Auk þess notaði fulltrúi félagsins tækifærið og skoðaði aðstæður í Grindavík. Hann heimsótti meðal annars skólann og ræddi við kennara Óskars. Óskar hefur mikið verið bendlaður við atvinnumennsku undanfarið og var meðal annars við æfingar hjá Wolves. Þetta kemur fram á vef UMFG(www.umfg.is)