Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 6. mars 2003 kl. 13:09

Intersport-deildin klárast í kvöld

Suðurnesjaliðin verða í eldlínunni í kvöld þegar síðasta umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik fer fram. Deildarmeistarar Grindavíkur fara með heldur vængbrotið lið í Hveragerði þar sem þeir leika við Hamar en bæði Helgi Jónas Guðfinnsson og Darrell Lewis eiga við meiðsli að stríða. Keflavík tekur á móti Snæfell en Keflavík hefur þegar tryggt sér annað sæti deildarinnar. Þá leika Njarðvíkingar við Breiðablik í ljónagryfjunni en þeir grænklæddu eru nánast öruggir með 5. sæti deildarinnar.Leikir kvöldsins er þessir:
Ásvellir 19.15 Haukar - KR
Hveragerði 19.15 Hamar - UMFG
Keflavík 19.15 Keflavík - Snæfell
Njarðvík 19.15 UMFN - Breiðablik
Seljaskóli 19.15 ÍR - Tindastóll
Valsheimili 19.15 Valur - Skallagrímur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024