Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Intersport-deildin: Fyrsta umferðin hefst í kvöld
Fimmtudagur 7. október 2004 kl. 13:58

Intersport-deildin: Fyrsta umferðin hefst í kvöld

Intersport deildin fer í gang í kvöld þar sem Njarðvík fær KFÍ í heimsókn og Keflvíkingar halda norður á Sauðárkrók til að keppa við Tindastól.

Á morgun verður svo stórleikur umferðarinnar þar sem Snæfell sækir Grindavík heim.

Keflavík og Njarðvík ættu að vinna nokkuð örugga sigra þar sem KFÍ og Stólarnir eru almennt talin með slökustu liðum deildarinnar. Þeim var t.d. báðum spáð falli á meðan Keflavík og Njarðvík var spáð tveimur efstu sætunum.

Sunnudagsleikurinn er hins vegar af annarri sort þar sem tvö afar sterk lið takast á. Snæfellingar voru í úrslitum í vor og hafa haldið flestum íslensku leikmönnunum. Grindvíkingar sýndu að þeir eru til alls líklegir með sigri á Reykjanesmótinu þar sem þeir lögðu grannaliðin Njarðvík og Keflavík.

Leikirnir hefjast kl. 19.15

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024