Innritun í íþróttaskóla
Innritun í Íþróttaskóla Fimleikadeildar Keflavíkur fer fram í K-húsinu í dag fimmtudag og hefst hún klukkan 18:00 og fer einnig fram á morgun föstudag frá klukkan 18:00. Íþróttaskólinn er fyrir stráka og stelpur sem eru fædd á árunum 1997 - 98. Skólinn verður frá 18. janúar til 26. apríl undir stjórn Evu Bjarkar Sveinsdóttur íþróttakennara.