Innanfélagsmót FK um helgina
Um helgina fer fram
Mótið hefst á föstudag kl. 19:30 þar sem tromphóparnir munu keppa sín á milli en innanfélagsmeistari verður krýndur síðar um kvöldið. Hér áður fyrr var vaninn að krýna einstakling sem innanfélagsmeistara í trompi en í ár verður það hópur sem krýndur verður meistari. Það er gert því aðeins eitt mót er fyrir einstaklinga í trompfimleikum ár hvert og algengara er að keppni í þessari grein fimleika standi á milli liða, ekki einstaklinga.
Keppni í áhaldafimleikum hefst svo á laugardag en mótið heldur þá áfram og hefst kl. 9:30 um morguninn og stendur fram eftir degi.