Innanfélagsmót fimleikadeildar Keflavíkur
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur í hópfimleikum og áhaldafimleikum var haldið 17. og 18.maí. Mótið gekk ótrúlega vel og var hið skemmtilegasta. Lagt er upp úr því að allir fari glaðir heim að móti loknu, einnig var stór hópur sem var að keppa í fyrsta sinn á fimleikamóti.
Allir keppendur stóðu sig virkilega vel, sýndu miklar framfarir og fengu góða reynslu í reynslubankann, framtíðin er björt hjá þessum iðkendum!
H2, elsti hópur iðkenda í hópfimleikum, varð stigahæst á mótinu í hópfimleikum.
Jóhanna Ýr Óladóttir vann titilinn innanfélagsmeistari fimleikadeildar Keflavíkur í áhaldafimleikum kvenna að þessu sinni.
Í áhaldafimleikum karla varð svo Hrafnkell Máni Másson innanfélagsmeistari.
Meðfylgjandi eru svipmyndir frá mótinu.