Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingvi Þór til annars félags
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 14. október 2020 kl. 15:14

Ingvi Þór til annars félags

Grindvíski körfuboltakappinn Ingvi Þór Guðmundsson mun ekki leika með þýska liðinu Dresden Titans í þýsku ProB deildinni eins og til stóð. Leikmaðurinn sagði við karfan.is að það muni skýrast fljótlega hvað hann muni gera á körfuboltavellinum í vetur

Ingvi hefur verið einn af lykilmönnum Grindvíkinga síðustu ár. Á síðustu leiktíð var hann með 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino’s deildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og VF greindi frá nýlega er bróðir Ingva Þór, Jón Axel Guðmundsson nýkominn til þýska úrvalsdeildarliðsins Fraport Skyliners í Frankfurt.