Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingvi Þór stefnir til Bandaríkjanna
Miðvikudagur 28. mars 2018 kl. 09:48

Ingvi Þór stefnir til Bandaríkjanna

Ingvi Þór Guðmundsson leikmaður, Grindavíkur í körfu stefnir að því að fara til Bandaríkjanna á næsta tímabili og stunda nám þar, ásamt því að spila körfubolta. Þetta kemur fram á Karfan.is „Það er á planinu að fara út í skóla. Er með tvo skóla í sigtinu sem ég á eftir að skoða betur. Mun væntanlega skýrast eitthvað á næstu vikum“ sagði Ingvi.

Ingvi átti gott tímabil með Grindavík í vetur en hann var með 10,9 stig, 4 fráköst og 3,5 stoðsendingar á 26 mínútum að meðaltali í leik á tímabilinu með Grindavík. Ingvi var einnig hluti af U20 landsliði Íslands en liðið lék í A-deild Evrópumótsins sl. sumar. 
Eldri bróðir Ingva, Jón Axel Guðmundsson, leikur með Davidson í Bandaríska háskólaboltanum og hefur hann verið gríðarlega öflugur í vetur. Það mun skýrast fljótlega með hvaða skóla Ingvi mun leika með á næsta tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024